Við getum veitt þér alhliða lausn í hljóði og ljósum þegar kemur að því að halda frábæran viðburð.
Allt frá einfaldri uppsetningu við lítinn viðburð upp í mörg hundruð manna veislu. Ef þú ert að kynna nýjar vörur eða að opna nýjan stað þá viltu vera viss um að allir heyri það sem er verið að kynna.
Við höfum mikla reynslu í uppsetningu og leigu hljóðkerfis fyrir tónleika og stóra viðburði. Við höfum m.a. séð um bryggjuball í Stykkishólmi, þorrablót í íþróttahúsi og ball í íþróttahúsi.
Við getum aðstoðað og útvegað hljóðkerfi fyrir ráðstefnur.
Haukur Páll er vanur hljóðmaður sem hefur mikla reynslu í hljóðmennsku, m.a. í Idol, Söngvakeppni Sjónvarpsins og Jólagestum Björgvins, ásamt því að vinna mikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönnum.
Hljóðey var stofnað árið 2022 og leigir út hljóðkerfi og tengdan búnað. Haukur Páll, eigandi Hljóðeyjar, er vanur hljóðmaður sem hefur mikla reynslu í hljóði, m.a. í Idol, Söngvakeppni Sjónvarpsins, Jólagestum Björgvins og á stóra sviðinu á Menningarnótt.

Við getum orðið þér að liði í þínum viðburð. Sendu okkur upplýsingar um viðburðinn í tölvupósti hljodey@hljodey.is og taktu fram:
Einnig getur þú hringt í okkur og við getum spjallað saman og fundið rétta lausn fyrir þig og þinn viðburð.
Vinnum saman í að gera þetta magnað